Sálmar og bænalíf – 7. kafli – Drottinn er konungur

Í 11. þætti er tekinn annar hringur í reynslu bænalífsins. Lofgjörðin og gleðin heldur áfram í játningu trúar að Drottinn er konungur. Það stef í tilbeiðslu Davíðssálma og sálmaarfi kirkjunnar er skoðað, t.d. í elsta sálmi Norðurlanda: Heyr himna smiður. Í þessum þriðja og síðasta hluta erindanna skoðum við fimm stef eða viðfangsefni, eitt í… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 7. kafli – Drottinn er konungur

Sálmar og bænalíf – 6. kafli – Fyrirbæn og þakkargjörð

Í 10. þætti er fjallað um fyrirbæn sem vaknar hjá biðjandi manni þegar hann áttar sig á eigin neyð og annarra. Þegar við reynum bænheyrslu brýst þakklætið fram. Rætt var við Jóhönnu Norðfjörð forstöðumann Hvítasunnukirkjuna á Akureyri um fyrirbænaþjónustu og bænheyrslu. Í þessum 10. þætti verður fjallað um fyrirbæn og þakkargjörð. Það má skipta sálmunum… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 6. kafli – Fyrirbæn og þakkargjörð

Sálmar og bænalíf – 5. kafli – Bæn og angur

Í 9. þætti er bænin rannsökuð og skilgreind sem ákall til Guðs í neyð. Í innilegu samfélagi við Guð horfist biðjandi maður í augu við raunverulegar aðstæður sínar í trúnaðartrausti. Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur ræðir um bæn og sálgæslu. Bæn og angur – Sálmur 116 Í þessum 9. þætti verður fjallað um bæn og angur.… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 5. kafli – Bæn og angur

Sálmar og bænalíf – 4. kafli – Iðrun og angist

Í þessum 8. þætti eru iðrunarsálmarnir skoðaðir og sérstaklega 51. sálmur. Þegar biðjandi maður lítur inn á við frammi fyrir Guði sér hann sjálfan sig í nýju ljósi. Syndajátning, iðrun og bót er leið til bata fyrir fyrirgefningu Guðs. Margrét Eggertsdóttir sem leitt hefur tólf spora starf – andlegt ferðalag kemur í viðtal og lýsir… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 4. kafli – Iðrun og angist

Sálmar og bænalíf – 3. kafli – Lofgjörð og gleði

Lofgjörð og gleði Með 7. þætti byrjar nýr hluti. Fyrst er skoðað dæmi um lofgjörð, þá iðrun, síðan bæn og að lokum fyrirbæn og þakkargjörð. Gleðin er grunntilfinning trúarinnar. Anna Júlíana Þórólfsdóttir kemur í viðtal en hún er lofgjörðarleiðtogi Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri. Flutt verður lag eftir hana við stysta Davíðssálminn 117. Finnst ykkur það ekki… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 3. kafli – Lofgjörð og gleði

Sálmar og bænalíf – 2. kafli (framhald 3)

Ljóðlist hebreanna og þroskaferill bænalífsins. Í þessum 6. þætti er ljóðlist Davíðssálma skoðuð út frá fyrsta sálminum. Innihald sálmanna er angur, bæn, þökk og lof sem eru stef bænlífsins og trúarþroskans. Innilegt samband við Guð vex og þroskast þegar Guð er ákallaður og tilbeðinn í ógnvænlegri veröld þannig læra þau sem treysta Drottni að þekkja… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 2. kafli (framhald 3)

Sálmar og bænalíf – 2. kafli (Framhald 2)

Fimm stef í viðbót: Játning, viska, blessun og böl, þjáning, Messías Í þessum þætti er haldið áfram að flokka sálmana eftir stefum og tilfinningum með dæmum um túlkun þeirra í tónlist. Játning trúar á Guði sem konungi, íhugun viskunnar í lögmáli Guðs, blessunaróskir og bölbænir, vandamál bænarinnar og þjáningin, Kristur í Davíðssálmum. Hlusta á þáttinn:… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 2. kafli (Framhald 2)

Sálmar og bænalíf – 2. kafli (framhald 1)

Flokkun sálmanna eftir stefum – 1. hluti Hvernig má flokka sálmana eftir stefum og tilfinningum trúarlífsins. Davíðsálmar hafa verið sungnir um víða veröld í kristninni og um aldir. Í þessum þætti er farið um heiminn og tekin dæmi um bænir og angur, lofgjörð og gleði, iðrun og angist, fyrirbæn og þakklæti. Hlusta á þáttinn: Það… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 2. kafli (framhald 1)

Sálmar og bænalíf – 2. kafli

Innihald, flokkun og form Davíðssálmar eru ljóðaform hjartans og bænalífsins. Þeir eru lofsöngvar, angurljóð og þakkagjörð. Þannig hafa þeir verið túlkaðir af tónskáldum og sálmaskáldin tjáð tilfnningar þeirra upp á nýtt. “Þú finnur sjálfan þig í þessum sálmum og kynnist sjálfum þér í sannleika, og Guði sjálfum og allri hans sköpun sömuleiðis” (Lúther).   Hlusta á þáttinn:… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 2. kafli

Sálmar og bænalíf – 1. kafli

Tilfinningar og stef í Davíðssálmum og söngvar kirkjunnar Með nokkrum dæmum er gerð grein fyrir þeim sterku og djúpu trúartilfinningum sem bænir Jesú og Davíðssálmar geyma. Þjóðsöngurinn og sálmurinn Indælan, blíðan eru dæmi um það. Þessir sálmar m. a. tjá þennann trúararf sem sálmabækurnar geyma og lifir í söfnuðunum. Hlusta á 2. þátt: Sálmar og… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 1. kafli