Kröftug bæn

Hér er þýðing mín á inngangi að morgunbæn úr Common Book of Prayer með litamerkingum sem mig langar til að útskýra. Ég tel þetta vera dæmi um kröftuga bæn: Við erum saman komin, fjölskylda Guðs, frammi fyrir himneskum föður okkar til að (1) lofa hann og (4) þakka, heyra og tileinka okkur heilagt orð hans,… Halda áfram að lesa Kröftug bæn

Published
Categorized as Bænir

Bæn um aðventu og jól

Himneski Faðir, alheimsins ljós, þú hugur á bakvið allt, birt geisla þinn, stjörnu í geimi bjarta. Ljóminn af himni upplýsi oss og leiði þó ráð sé valt, vér leggjum af stað með það ljós í hjarta. Leið þú þitt fólk yfir lönd og höf,að ljósið þitt skíni skærtþeim öllum í heimi sem eru’ án vonar.Kirkjan… Halda áfram að lesa Bæn um aðventu og jól

Published
Categorized as Bænir Tagged

Tal við Guð um möguleika þess

Súlur, Kerling og Hlíðarfjall séð frá Svalbarðsströnd. Ljósmynd: Guðm. G.

Guð, eftir orðum spekinganna, sem ég hef verið að takast á við í huga mínum, þá á ég varla að geta átt í samskiptum við þig. Skynsemin frá tímum upplýsingarinnar er löngu búin að afgreiða þig og senda þig handan við eða út fyrir skynsemina. Ekki beint þakklæti fyrir vitið sem þú gafst okkur hlutdeild… Halda áfram að lesa Tal við Guð um möguleika þess

Published
Categorized as Bænir

Tal við Guð um íhugun

Horft út Eyjafjörð. Ljósmynd: Guðm. G.

Merkilegt að sitja á steini við ysta haf, sem er það varla lengur, en þar lenti ég á vegferð minni. Þar hugleiði ég tilvist þína, Guð, eða tilvistarleysi við öldurgjálfrið. Þegar bænin var þögnuð um tíma, þá lifði áfram minning um þig í gömlum hugleiðingum og reynslublossum. Getur þú verið viðfangsefni hugsunar?   Þegar hugsunin… Halda áfram að lesa Tal við Guð um íhugun

Published
Categorized as Bænir

Tal við Guð um þögnina

Ljósmynd ofan við Hamra: Guðm. G.

Ekki ein einasta bæn í langan tíma. Einu sinni var sársauki í þögninni eftir fráfall ástvinar. Núna er það frekar þreyta, angurværð og sinnuleysi. Örmagna reyni ég að hvílast, að ná áttum í djúpinu.  Ég er að byrja bænalestur að nýju, – hljóðar íhugunarstundir. Merkilegt að lífið heldur áfram í þögn en gleðin á hljóðu… Halda áfram að lesa Tal við Guð um þögnina

Published
Categorized as Bænir

Hugvekjur út frá ræðum Jesú

Fjallræðan, altaristafla eftir Ásgrím Jónsson í Lundarbrekku kirkju í Bárðardal.

Fram á föstudaginn langa birtast ég hér stuttar hugvekjur út frá ræðum Jesú í Matteusarguðspjalli. Ég hef skreytt þær með altaristöflum af svæðinu, trúarlegum málverkum og öðru myndefni til að gera orðið meira lifandi fyrir þau sem vilja fylgjast með. Þetta er fyrsta af fjórtán hugvekjum. Hún er út frá Sæluboðun Jesú í Mt. 5.1-11 í… Halda áfram að lesa Hugvekjur út frá ræðum Jesú

Tal við Guð um hugmyndir

Góði Guð, nú er ég týndur í hugsunum mínum. Hvernig getur hugmynd mín um þig orðið þú? Ég vil tilbiðja þig einan en ég hef aðeins hugsun mína um þig. Hvernig er komið fyrir mér ef fell ég fram og tilbið eigin hugmynd? Get ég látið hugsun mína fara út í veður og vind en… Halda áfram að lesa Tal við Guð um hugmyndir

Published
Categorized as Bænir

Tal við Guð með Emmausförunum

Drottinn, ég þarf að bera fram kvörtun. Skynsemistrúarmennirnir gera gys að mér, vegna þess að ég trúi á upprisu dauðra. Þeim finnst það hlægilegt og botna ekkert í því að það skiptir mig svo miklu.

Hugvekjur og bænalestur í útvarpi í sumar 2017

Í sumar annaðist ég bænalestur í útvarpi 30. júní – 13. júlí. Það voru ritningarlestrar, hugvekjur og bænir. Ég byggði þessa fjórtán lestra á erindi sem ég flutti og er að finna hér á vefnum: Sálmar og bænir. Tilfinningar og stef Davíðssálma og sálma kirkjunnar. Viðfangsefni sem ég vonast til að geta fullunnið þegar fram líða stundir.… Halda áfram að lesa Hugvekjur og bænalestur í útvarpi í sumar 2017

Vísa mér, Guð, á vegu þína

Þessi sálmur hefur fylgt mér í nær fjörutíu ár. Nú er ég að ljúka þýðingu á honum og verður hann sunginn við guðsþjónustu á Ólafsfirði næst komandi sunnudag 2. október 2016. Það er 19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, prédikunartextinn er um lama manninn sem borinn var til Jesú. Jesús sagði við hann: „Barnið mitt syndir þínar… Halda áfram að lesa Vísa mér, Guð, á vegu þína