Í þessum 8. þætti eru iðrunarsálmarnir skoðaðir og sérstaklega 51. sálmur. Þegar biðjandi maður lítur inn á við frammi fyrir Guði sér hann sjálfan sig í nýju ljósi. Syndajátning, iðrun og bót er leið til bata fyrir fyrirgefningu Guðs. Margrét Eggertsdóttir sem leitt hefur tólf spora starf – andlegt ferðalag kemur í viðtal og lýsir… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 4. kafli – Iðrun og angist
Month: nóvember 2021
Sálmar og bænalíf – 3. kafli – Lofgjörð og gleði
Lofgjörð og gleði Með 7. þætti byrjar nýr hluti. Fyrst er skoðað dæmi um lofgjörð, þá iðrun, síðan bæn og að lokum fyrirbæn og þakkargjörð. Gleðin er grunntilfinning trúarinnar. Anna Júlíana Þórólfsdóttir kemur í viðtal en hún er lofgjörðarleiðtogi Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri. Flutt verður lag eftir hana við stysta Davíðssálminn 117. Finnst ykkur það ekki… Halda áfram að lesa Sálmar og bænalíf – 3. kafli – Lofgjörð og gleði
Jesús er hjá okkur, fylgir okkur og fer á undan – Ræða á kristniboðsdegi 2021
Ræða birt en ekki flutt vegna Covid. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. 1. Inngangur Það er kristniboðsdagur. Ekki veit ég hvaða hugrenningartengsl þetta orð hefur í þínum huga? Kannski sérðu fyrir þér trúboða í gresjum Afríku í steikjandi hita undir tré að prédika fyrir hópi fólks.… Halda áfram að lesa Jesús er hjá okkur, fylgir okkur og fer á undan – Ræða á kristniboðsdegi 2021
Eilíft ljós – Ræða á allra heilagra messu
Mér brá dálítið þegar var farið að tala um “dag dauðra” í kringum allra sálna messu. Það var í morgunútvarpinu og barnatímanum. Minnt var á sið m.a. í Mexíkó að halda veislu við leiði látinna ástvina þar um slóðir. Mér fannst þetta dálítið ónærgætið og krassandi að orða þetta svona „dagur dauðra“. Kannski minn tepruskapur.… Halda áfram að lesa Eilíft ljós – Ræða á allra heilagra messu