Þú mikli læknir

mother_teresa_2Þú mikli læknir samdi ég nú á jólaföstu 2013 í anda Móður Teresu. Reglubæn Boðbera kærleikans var fyrirmynd mín eða innblástur. Hún er í íslenskri þýðingu í bókinni: Móðir Teresa: Friður í hjarta á bls. 64-65. Ég vil tileinka þessa bæn Hjálparstarfi kirkjunnar, djáknum, læknum og hjúkrunarfólki. Látum bænina verða okkar fyrsta verk að morgni áður en við höldum til daglegra verka okkar.

Þú mikli læknir í anda Móður Teresu.

Þú mikli læknir, Guð minn góður,
ég geng þann veg sem velur þú.
Ég krýp í bæn, í kyrrð er hljóður,
þú kemur til mín, styrkir trú.
Þú veitir kraft og kærleik virkan,
svo kemur allt sem þjóninn þarf
frá þér sem gáfa, gerir styrkan
í gæsku við þitt líknarstarf.

Ég bið þig þess að þú mig geri
í það verk hæfan er ég fer
og hugann skýran, hjartað veri
svo heilt af ástúð eins og ber.
Já, hendur mínar ljúfar leiddu
að líkna þeim sem mæta mér
með góðvild þinni, Guð, útbreiddu
þinn gæsku faðm móti öllum hér.

Guð, vek minn huga, vaktu í mér,
að verði ég þeim hjálp og stoð,
með smælingjunum stend ég, því mér
er skylda ljúf þín kærleiksboð.
Ég veit að allt er veitt af gæsku,
mín verðmæti eru gjöf frá þér.
Ég náðar þinnar nýt frá æsku,
hvern nýjan dag þú gefur mér.

Nem brott úr hjarta beiskju alla
og breiskleika, þú máttinn átt,
að barmi þínum höfði halla
ég – hlusta á þinn æðaslátt.
Lát hugarfar þitt hug minn móta
að heilshugar og fölskvalaust,
með góðu illt á bak að brjóta,
ég beri til þín allt mitt traust.

                                          Guðm. G. 

mother_teresa01

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: