Orð Guðs – Við fætur Drottins

vermeer_martamaria“Við fætur Drottins” er staða kirkjunnar gagnvart Meistara sínum og Drottni. Málverk Johannes Vermeer Kristur í húsi Mörtu og Maríu finnst mér hrífandi og talandi og skemmtilega hollenskt. Á ferðalagi í Edenborg staldraði ég lengi við þessa mynd á Listasafni Skotlands (National Gallery of Scotland) þar sem myndin er og virti hana lengi fyrir mér. Sálmurinn “Orð Guðs” er hugleiðing út frá þessari frásögn í Lúk. 10. En þar flétta ég hana saman við dæmisöguna um faríseann og tollheimtumanninn í Lúk. 18, því að báðar fjalla þær um að að hlusta á orð Guðs og leita hans í bæn. Á 200 ára afmælisári Hins íslenska biblíufélags 2015 átti ég gott samstarf við Ragnhildi Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Varð úr að hún samdi lag við þennan texta, auk þess sem hann var birtur í afmælisriti félagsins. Hún spilar hér lagið og dóttur hennar Írisi Andrésdóttur syngur.  

           ORÐ GUÐS

Lag: Ragnhildur Ásgeirsdóttir

Orð Guðs talar til þess manns,
sem tekur stöðu syndarans,
við fætur Drottins dapur lýtur.
Enga málsbót á hann sér,
en inn í helgidóminn fer
að biðja um náð, og blessun hlýtur.

Orð Guðs dæmir alla þá,
sem eigin gáfur meira dá,
en fyrirgefning Guðs í Kristi.
Hvernig var það með þann mann,
sem margt að syndaranum fann,
hann bölvun hlaut, en blessun missti.

Orð Guðs boðar öllum náð,
sem aðeins finna hjálparráð
við fætur Drottins frá Guðs dómi.
Sæll er hver sem situr þar
og sér Guðs lamb, sem bölvun bar
en dauðann vann þess dýrðarljómi.

Orðsins þjónar þiggja náð,
er þreytan sækir að þeim bráð,
við fætur Drottins fagna aftur.
Eitt er nauðsynlegt á leið,
að lúta Kristi, svo að neyð
hans verði okkur andans kraftur.

Guðm. G.

Málverk eftir J. Vermeer

Johannes Vermeer: Kristur í húsi Mörtu og Maríu
1654-55 að talið er. Ólíumálverk á striga, 160 x 142 cm.
Þjóðarlistasafn Skotlands í Edenborg.

Heimild: Web Art Gallery – Skoða myndina og umfjöllun.

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: