Altaristaflan er dönsk og útvegaði séra Þorsteinn Pálsson til kirkjunnar á Hálsi og greiddi að hálfu skv. æviminningu hans eftir Arnljót Ólafsson sem kom út 1876. Þar segir:
Kirkjuna á Hálsi tók hann úr torfrústum með litlum sjóði, og lét smíða prýðilega timbrkirkju, ágætlega málaða með tígulhverlfingu yfir kórnum, giltum stólpum rendum milli kórs og kirkju og eins í grádunum. Altaristöflu mjög fagra keypti hann frá útlöndum til kirkjunnar fyrir 150 rd.; en sóknarmenn gáfu fullan helmíng verðsins. Alt sem séra Þorsteinn bygði var sérlega hentugt og haganlegt, snotrt og vandað. Til kirkjunnar sparði hann engan hlut er hana mátti prýða, þótt hann vissi gjörla, eftir þeim ólögum er hér eru á landi, að hann fengi það ekki uppborið. (Æfiminning séra Þorsteins Pálssonar á Hálsi, Akureyri, Prentari: Baldvin M. Stefánssonar, 1876. 8
Myndina tók Sigurður Pétur Björnsson (Silli) á Húsavík.