Sálmurinn á fyrirmynd í þemasálmur alþjóðlegu samkirkjulegu bænavikuna 2012. Efnið var undirbúið í Póllandi það árið. Textinn sem þema vikunnar byggði á var úr bréfi Páls postula til Korintumanna (1. Kor. 15. 51-58): „Við munum umbreytast fyrir sigur Drottins vors Jesú Krists.“ Sálmurinn er þrenningarsálmur og á vel við á þrenningarhátíð eða hvítasunnu. Lagið er eftir pólska tónskáldið Wojciech Kilar.
Sálmur um alþjóðlegt kirkjusamfélag
Lag: Wojciech Kilar
Faðir vor, þú sem sendir þinn son,
styrktu þín börn í himneskri von,
mótaðu oss í lófa sem leir,
líkjumst svo honum, ekkert viljum meir.
Heimurinn sjái soninn þinn þá
söfnuði þínum í og fylgi þér,
biðjum við þig um brennandi þrá,
birtir af degi, ljósið Kristur er.
Drottinn Guð, kom þú, dvel þú oss hjá,
drag þú oss nær þér veginum á,
göngum við saman, samferða þér,
syngjum þér lofsöng, er þér einum ber.
Sameina aftur söfnuðinn þinn,
sem dreifðir þú um veröld, enn á ný,
svo að mannfólkið flykkjast þar inn
Frelsari til þín himnaríki í.
Heilagi andi helgaðu oss
heilsteypt og sönn við lýsandi kross,
þar eflist andinn, ástúð í sál,
auðmýkt að þjóna, mildi, kærleiksbál.
Gerðu oss eitt í anda og trú,
einingin vaxi, byggi nýja brú
heimshluta milli, himnesk er sú,
heilaga þrenning oss umbreyti þú.
Guðm. G. eftir fyrirmynd