Trú, von og kærleikur eða „Det växer från Edens tider“ er sagður vera sálmur frá gamalli tíð – „gamal tradition“ við lag eftir T. Gudmundsson. Fannst í skúffu hjá mér og hreif mig svo að ég þýddi sálminn eða ljóðið um trúarlegu dyggðirnar þrjár trú, von og kærleika. Þjú blóm úr Guðs Edens garði Lagið… Halda áfram að lesa Trú, von og kærleikur, þýðing á gömlum sænskum sálmi
Flokkur: Sálmar
Sálmurinn: Hátt yfir stjörnu himin
Sálmurinn minn Hátt yfir stjörnu himin hefur nú fengið endanlega útsetningu af laginu. Åshild Watne gerði lagið við textann minn á níunda áratugnum þegar við sungum saman í kór í Lille-Borg kirkjunni í Osló undir stjórn Jørn Fevang, organista og kórstjóra. Ég leitaði til hennar nú í haust að ganga frá útsetningu og árangurinn varð… Halda áfram að lesa Sálmurinn: Hátt yfir stjörnu himin
Vorkoma
Bænabók Karls Sigurbjörnssonar biskup hefur fylgt mér um árabil og verið mér innblástur. Í vikunni las ég bæn um vorkomuna (Bænabók bls. 300). Hún varð mér innblástur að þessum erindum, líklega vegna þess að ég var að vinna að myndaseríu um vorkomuna og fylgir hér með síðasta myndin í seríunni, unnin með þurrpastel. Drottinn minn… Halda áfram að lesa Vorkoma
Ást Guðs – ræða á jóladag
Gleðileg jól! Dóttir mín fór einu sinni fyrir mörgum árum með leikskólanum að Möðruvöllum. Eitthvað hafði jólasagan orðið henni heldur raunveruleg. Því að hún spurði mömmu sína í tvígang að því hvort pabbi og mamma Jesú ætti heima á Möðruvöllum áður en hún fór. Möðruvellir og Betlehemsvellir hljóma svipað! Fjárhirðar út í haga?! Eitthvað þarf… Halda áfram að lesa Ást Guðs – ræða á jóladag
Jólafrásagnir, helgisögur og raunveruleiki
Gleðileg jól! Við eigum tvær jólasögur í Nýja testamentinu. Það er jólaboðskapur Lúkasar. Svo er það jólaboðskapur Matteusar. Þær fléttast nokkuð saman í huga okkar og jólasálmunum sem við syngjum. Matteus talar um Betlehemsstjörnuna og komu vitringanna. Sumir telja þetta helgisagnir um yfirnáttúrlega hluti sem eiga ekkert skilt við raunveruleikann. En á jólum leyfum við… Halda áfram að lesa Jólafrásagnir, helgisögur og raunveruleiki
Hvítasunnusálmur frá Suður-Ameríku
Á samkirkjulegri bænaviku á Akureyri 2015 var þessi sálmurinn frumfluttur í íslenskri þýðingu minni. Hann er eftir Simei Monteiro en 2. og 3. erindið er frumsamið í sama anda. Hann er ákall um komu andans að fólkið og jörðin fái lifað. Hér með textanum fylgja nótur á Pdf-formi og lagið á MIDI formi fyrir þá sem… Halda áfram að lesa Hvítasunnusálmur frá Suður-Ameríku
Ljós Guðs anda
Hér er lokaútgáfa af sálminum mínum Ljós Guðs anda. Hann er bæn um að við mættum vera ljós í heimi, endurskin frá frumglæði ljóssins og skilja betur leyndardóm þjáningar Drottins. Hvaða þýðingu hefur krossinn fyrir okkur? Hann er ortur að hluta út frá texta í guðspjalli Matteusar: „Sú þjóð sem í myrkri sat, sá mikið… Halda áfram að lesa Ljós Guðs anda
Lofsyngjum Lausnarann
Í efni samkirkjulegrar bænavikunnar 2023 var sálmurinn „Lift every voice and sing“ eftir J. Rosamond Johnson við texta James Weldon Johnson. Um hann hefur verið sagt: „Söngurinn er þakkarbæn fyrir trúfesti og bæn um frelsun fyrir þau sem ákalla í þrældómi og fullvissa fyrir Ameríkufólk af afrískum uppruna“. (Vefsíða WCC, mín þýðing). Ég þýddi sálminn… Halda áfram að lesa Lofsyngjum Lausnarann
Jólasálmur
Drottinn Kristur kominn er – þannig byrjar eftirfarandi jólasálmur. Hann var lengi í smíðum hjá mér og lauk ég við hann 2014. Oft hef ég notað vísuorð úr honum í ræðum: Móðurfaðmur Guðs fær gætt, Guð og heimur mætast. Nú hef ég lokið við lítið lag sem ég raulaði oft við sálminn og vil deila… Halda áfram að lesa Jólasálmur
Litla kapellan í Vatnaskógi
Undanfarið hef ég ásamt ágætum félögum mínum verið að skrifa kafla í bókinni Hér á ég heima – 100 ára afmæli Vatnaskógar. Hugurinn hefur hvarflað til þess tíma þegar ég starfaði þar með frábæru fólki. Ég er óendanlega þakklátur fyrir starfið í Vatnaskógi og helgi staðarins. Auðvitað vil ég hvetja alla til að gerast áskrifendur… Halda áfram að lesa Litla kapellan í Vatnaskógi