Fjórða hugvekja út frá ræðum Jesú – ástarfaðir

Fjórða hugvekja út frá ræðum Jesú í Matteusarguðsjalli. Ástarfaðirinn út frá Mt. 7.7-11 í Fjallræðunni. Myndefni er m.a. málverk úr Kaupangskirkju í Eyjafirði eftir óþekktan málara en dæmigert siðbótarþema Jesús blessar börnin. Annað úr fórum höfundar.

Þriðja hugvekja út frá ræðum Jesú – trúartraust

Þriðja hugvekja út frá ræðum Jesú í Matteusarguðspjalli um trúartraust. Byggir á orðunum í Mt. 6.25-30 í Fjallræðunni. Ljósmyndir af fuglum teknar af Guðrúnu Eggertsdóttur. Aðrir myndir og teikningar gerði ég og loka og upphafslagið Ljós Guðs anda.  

Önnur hugvekja út frá ræðum Jesú – bæn hjartans

Önnur hugverkja af fjórtán út frá ræðum Jesú í Matteusarguðspjalli. Bæn hjartans út frá Mt. 6.5-8 í Fjallræðunni. Sálmurinn í upphafi og lok er þýðing mín á norskum sálmi J. Paulli Lær meg og kjenne dine veie, sunginn af kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju. Textinn í heild hér á vefnum. Myndir sem bregður fyrir er m.a. altaristaflan í Hálskirkju í Fjóskadal og… Halda áfram að lesa Önnur hugvekja út frá ræðum Jesú – bæn hjartans

Hugvekjur út frá ræðum Jesú

Fjallræðan, altaristafla eftir Ásgrím Jónsson í Lundarbrekku kirkju í Bárðardal.

Fram á föstudaginn langa birtast ég hér stuttar hugvekjur út frá ræðum Jesú í Matteusarguðspjalli. Ég hef skreytt þær með altaristöflum af svæðinu, trúarlegum málverkum og öðru myndefni til að gera orðið meira lifandi fyrir þau sem vilja fylgjast með. Þetta er fyrsta af fjórtán hugvekjum. Hún er út frá Sæluboðun Jesú í Mt. 5.1-11 í… Halda áfram að lesa Hugvekjur út frá ræðum Jesú

Hraðnámskeið í bæn – á hljóðskrá

Á fimmtán mínútum kenni ég hér helstu atriði við bænaiðkun, líki henni við sönglistina, nefni Guðmund Jónsson, söngvara, kennara minn og Salvador Sobral sem dæmi. Davíðssálmar eru sameiginleg bænabók kristinna manna og gyðinga. Hann útskýrir Davíðssálm nr. 121 sem byrjar eins og guðsþjónusturnar í evangelísk lútersku kirkjunni: „Hjálp vor kemur frá Drottni, skapara himins og… Halda áfram að lesa Hraðnámskeið í bæn – á hljóðskrá

Published
Categorized as Erindi