Þessi sálmur var þemasálmur samkirkjulegra bænaviku 2017 saminn út frá yfirskrift hennar: Sáttargjörð – Kærleiki Krists knýr oss. 2. Kor. 5. 18. Hann er frumortur á þýsku af Thomas Stubenrauch og enskri þýðingu af Neville Williamson 2016. Lagið er eftir Peter Sohren 1668 en hefur svo verið breytt 1990 til þessarar myndar: Wenn ich, o Schöpfer, deine Macht. Íslenska textann gerði ég fyrir bænavikuna á Akureyri og var hann sunginn á samkomu og guðsþjónustu í tilefni vikunnar.
Kærleiki Krists knýr oss
Lag: Wenn ich, o Schöpfer, deine Macht
Þú Faðir berð í brjósti harm,
þér brennur ást í sinni
að leita týndra, berð við barm
þín börn í veröldinni.
Þú alla syndum frelsar frá.
Vér fögnum þeim sem ljósið sjá,
því kærleiki Krists knýr oss.Í niðamyrkri mættir oss,
í mannheim komst og þjáðist.
Guðs miskunn ertu, Kristur, kross
þinn kallar, friður náðist.
„Kom þú til mín“, svo kallar þú,
sem krýndur sigri gefur trú,
því kærleiki þinn knýr oss.Allstaðar þar sem aðrir þjást
þig einnig Drottinn sjáum.
Vér þjónum þér, sem aldrei brást,
í þér svo reynast fáum.
Vér fylgjum þér, ó, Kristur kær,
svo komi himnaríki nær,
því kærleiki þinn knýr oss.Þú Drottinn, lækna dapra tíð,
þér dýrð söng fölskum hljómi.
Sameina aftur lífsins lýð,
þig lofi einum rómi,
að vitnum vér um þína náð
og veröld fái gjöf þá þráð,
því kærleiki Krists knýr oss.
Lagið má hlusta á á YouTube hér: