Sálmurinn er íhugun um ferð vitringanna til Betlehem. Það er texti birtingarhátíðarinnar eða þrettánda dags jóla, Mt. 2. 1-12. Hann er saminn við lagið: The Hills Are Bare at Betlehem. Sá texti er fyrirmynd að sálminum mínum en varla þýðing á textanum en í sama anda. Snorri Guðvarðarson, kirkjumálari, söng lagið á aðventustundum á Öldrunarheimilum Akureyrar nú á aðventunni og koma það ágætlega út við gítarundirleik. Nokkrar kórútgáfur má hlusta á á YouTube á þessu ameríska þjóðlagi: The Hills are Bare in Bethlehem American Folk Hymn/ arr. Ralph Johnson. Lagið er að finna í Lutheran Book of Worship nr. 61.
Á leið til Betlehem
Það birtir yfir Betlehem,
í björtu stjörnuskini er,
þótt smá af öðrum borgum ber,
því barn er fætt, – ég kem, ég kem.Ég sé í ljósi sáttargjörð,
ég sé í augum brosið blítt,
ég sé að barnið signir þýtt
sinn söfnuð, þar í þakkargjörð.Ég geng að jötu glaður við
að Guðs son sjálfan líta má
Ég ber fram gjafir, gull með þrá
að gefast þér og eignast frið.Þú ljósið bjart í Betlehem
slærð birtu yfir alla jörð.
Ég tilbið þig við tíðargjörð,
ég til þín, Jesú, kem, ég kem.Guðm. G.
Kórútsetning eftir Ralph Johnson flutt af ABENDMUSIK:LINCOLN sem hefur aðsetur við First Plymouth Church, UCC, Lincoln, Nebraska