Maríuljóð frá Betlehem – jólakveðja

Leonardo da Vinci: Tilbeiðsla vitringanna
Leonardo da Vinci: Tilbeiðsla vitringanna

Maríuljóð frá Betlehem er jólakveðja mín til vina minna og allra sem vilja við henni taka. Ljóðið er samið við jólasálminn: We three kings. Það er ekki þýðing því að enski sálmurinn er ræða vitringanna en mér fannst áhugaverðara að setja mig í spor Maríu guðsmóður. Ég sé kirkjuna, alla tilbiðjendur Drottins Jesú í hennar sporum, þar skiljum við best boðskap jólanna, í bæn og tilbeiðslu. (Engin mynd er meira viðeigandi en óklárað málverk Leonardo da Vinci af tilbeiðslu vitringanna.) Ragnhildur Ásgeirsdóttir og dóttir hennar Íris Andrésdóttir flytja hér lagið með gítarundirleik á einfaldan hátt sem fer jafn vel og með stórkostlegum flutningi á jólasöngvunum meðal anglíkana sem var vísað á hér að framan.

Maríuljóð frá Betlehem

Komu’ úr austri konungar þrír,
krupu fyrir barninu djúpt.
Undrun mín var mikil, vinir,
Að mennirnir hylltu ljúft
barnið mitt og báru gjafir fram.
Blessuð var sú stund og góð.
Stjörnubjört var náðug nóttin,
nærstödd stóðum við þar hljóð.

Krupu hjá mér konungar þrír.
Komst ég við og faðmaði hann,
soninn minn, þeim sýndi barnið,
ásjón þeirra lýsti, brann.
Leiðin hafði löng og ströng þeim reynst,
loksins sáu þeir ljós sitt,
eilíft ljós í augum barnsins,
elsku Guðs við brjóstið mitt.

Kristi lutu konungar þrír,
komu þeir að tilbiðja hann,
sem að vísum vonar stjarnan
þeim vísaði á hann, þann
eina, sem að getur Guð vorn birt,
gæskuríkan frelsarann,
Jesú, geisla Guðs í heimi,
Guð þú sérð og sannan mann.

Guðm. G.

Nótur og texti á Pdf-formi: Komu þangað konungar þrír – Maríuljóð frá Betlehem

Leonardo da Vinci: Tilbeiðsla vitringanna

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: