Ræða flutt á Ólafsfirði 18. sd. eftir þrenningarhátíð, 29. september 2013. Þematísk ræða um boðorðin tíu og kristilegt siðferði út frá frásögninni um ríka unglinginn í Mrk. 10. 17-27. Spurt er: Dugar að setja fram kröfu um heiðarleika? Getum við innleitt boðorðin tíu sem mælikvarða á almennilegt líf á heimilum, skólum og samfélagi?
Month: september 2013
Frelsi, trú og kærleikur
Ræða flutt í Glerárkirkju 2011 á 17. sunnudegi eftir þrenningarhátíð út frá frásögninni um Leví Alfeusson þegar Jesús kallaði hann til fylgdar við sig, tollheimtumanninn, sem var svo nefndur Matteus guðspjallamaður. Caravaggio túlkar þetta augnablik á stórkostlegan hátt í meðfylgjandi mynd, þar sem Jesús kemur sem ljósið inn í líf Matteusar. Spyrjandi horfist Matteus í… Halda áfram að lesa Frelsi, trú og kærleikur
Altaristafla með mynd af upprisu Krists eftir Anker Lund.
Lögð kirkjunni til 1891 af kirkjueiganda Magnúsi Sigurðssyni, samkv. vísitasíu 1893. (Vísitasía biskups íslands í Eyjafjarðarprófastsdæmi, 19. – 25. febrúar og 1. – 12. Maí, 2004, s. 101)
Fjölskyldan og hamingjan
Ræðan er þematísk um fjölskylduna og hamingjuna, flutt í Grundarkirkja 16. sd. eftir þrenningarhátíð 2010. En á vel við einnig á þessu ári 2013 milli frásagnanna af Mörtu og Maríu í Lúk. 10 og uppvakningar bróður þeirra Lasarusar í Jóh. 11 þegar fylgt er B. textaröð. Í lok ræðunnar vísaði ég í altaristöfluna í Grundarkirkju sem… Halda áfram að lesa Fjölskyldan og hamingjan
Orð Guðs – Við fætur Drottins
“Við fætur Drottins” er staða kirkjunnar gagnvart Meistara sínum og Drottni. Málverk Johannes Vermeer Kristur í húsi Mörtu og Maríu finnst mér hrífandi og talandi og skemmtilega hollenskt. Á ferðalagi í Edenborg staldraði ég lengi við þessa mynd á Listasafni Skotlands (National Gallery of Scotland) þar sem myndin er og virti hana lengi fyrir mér.… Halda áfram að lesa Orð Guðs – Við fætur Drottins