Biblíufélagið 1815-2015 – Saga að norðan

Ræða flutt í Grenivíkurkirkju á Biblíudegi 2015. Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags sagði ég sögu Ebenezer Hendersonar og ferða hans norður í land sumurin 1814 og 1815 þar sem hann kynntist sr. Jóni lærða Jónssyni sem var upphaf af bréfaskriftum þeirra um árabil. Þetta er þáttur um stofnun Biblíufélagsins og athyglisverður.

Published
Categorized as Ræður

Opinberunarhátíð á þrettánda degi jóla

Ræða saman 2002 en þá bar þrettándinn upp á sunnudag og var dagurinn haldinn hátíðlegur í Akureyrarkirkju. Texti þrettándans er Matt. 2.1-11 um tilbeiðslu vitringanna. Hér birti ég sálminn: Drottinn Kristur kominn er.

Andlit Jesú – nýjársræða

Ræða upphaflega flutt á Dalvík 2004 en endurskrifuð fyrir nýjársdag 2014. Hún gengur út frá Lúk. 2.21 og myndunum mörgu af Jesú, mynd um andlit Jesú, tveimur krossum íslenskum, Uppsa-Kristi og roðunni frá Húsavík.

Published
Categorized as Ræður

Tíminn og eilífðin

Ræða flutt í Glerárkirkju við aftansöng á gamlársdag 2013. Textana má lesa hér. Guðspjallið er úr Lúk. 13.6-9. Tíminn og eilífðin er gjarnan íhuguð um áramót.

Published
Categorized as Ræður

Jólaboðskapur Lúkasar og Matthíasar

Jólaræða flutt í Glerárkirkju við miðnæturmessu á jólanótt 2013 en upphaflega í Grundarkirkju 2010. Jólaboðskapur Lúkasar hugleiddur í tengslum við æskuminningu Matthíasar Jochumssonar í jólaljóði hans frá 1891. Það er mögnuð útlegging á jólaboðskapnum þar sem Matthías biður jólabarnið að snerta sig.

Published
Categorized as Ræður

Mannréttindabarátta Jóhannesar og Jesú

Ræða var flutt í Akureyrarkirkju 4. sunnudag í aðventu 2013 út frá Jóh. 1 um vitnisburð Jóhannesar skýrarara. Guðspjöllin lögðu grunn að ákveðnum grundvallargildum fyrir mannlegt samfélag, í dag eru mannréttindi sett samfélögum til grundvallar sem eiga þó rætur að rekja nokkuð til guðspjallanna. Jóhannes og Jesú lögðu grunn að mannréttindabaráttu á sínum tíma eins… Halda áfram að lesa Mannréttindabarátta Jóhannesar og Jesú

Published
Categorized as Ræður

Aðventuhugvekja á fullveldisdegi 1. des.

Það er ekki oft að fullveldisdagurinn og 1. sunnudagur í aðventu ber upp á sama dag. Mér kom strax í huga þjóðskáldið Matthías Jocumsson þegar ég var beðinn að tala á þessu aðventukvöldi. Hann átti ekki í neinum vanda með að vera bæði þjóðlegur og kristilegur. Allt átti að hafa þjóðlegan grundvöll, eins og hvatningar… Halda áfram að lesa Aðventuhugvekja á fullveldisdegi 1. des.

Tíu boðorð á 21. öld

Ræða flutt á Ólafsfirði 18. sd. eftir þrenningarhátíð, 29. september 2013. Þematísk ræða um boðorðin tíu og kristilegt siðferði út frá frásögninni um ríka unglinginn í Mrk. 10. 17-27. Spurt er: Dugar að setja fram kröfu um heiðarleika? Getum við innleitt boðorðin tíu sem mælikvarða á almennilegt líf á heimilum, skólum og samfélagi?

Published
Categorized as Ræður

Frelsi, trú og kærleikur

Ræða flutt í Glerárkirkju 2011 á 17. sunnudegi eftir þrenningarhátíð út frá frásögninni um Leví Alfeusson þegar Jesús kallaði hann til fylgdar við sig, tollheimtumanninn, sem var svo nefndur Matteus guðspjallamaður. Caravaggio túlkar þetta augnablik á stórkostlegan hátt í meðfylgjandi mynd, þar sem Jesús kemur sem ljósið inn í líf Matteusar. Spyrjandi horfist Matteus í… Halda áfram að lesa Frelsi, trú og kærleikur

Fjölskyldan og hamingjan

Ræðan er þematísk um fjölskylduna og hamingjuna, flutt í Grundarkirkja 16. sd. eftir þrenningarhátíð 2010. En á vel við einnig á þessu ári 2013 milli frásagnanna af Mörtu og Maríu í Lúk. 10 og uppvakningar bróður þeirra Lasarusar í Jóh. 11 þegar fylgt er B. textaröð. Í lok ræðunnar vísaði ég í altaristöfluna í Grundarkirkju sem… Halda áfram að lesa Fjölskyldan og hamingjan