Ræða flutt í Grenivíkurkirkju á Biblíudegi 2015. Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags sagði ég sögu Ebenezer Hendersonar og ferða hans norður í land sumurin 1814 og 1815 þar sem hann kynntist sr. Jóni lærða Jónssyni sem var upphaf af bréfaskriftum þeirra um árabil. Þetta er þáttur um stofnun Biblíufélagsins og athyglisverður.
Category: Ræður
Ræður sem ég flyt
Opinberunarhátíð á þrettánda degi jóla
Ræða saman 2002 en þá bar þrettándinn upp á sunnudag og var dagurinn haldinn hátíðlegur í Akureyrarkirkju. Texti þrettándans er Matt. 2.1-11 um tilbeiðslu vitringanna. Hér birti ég sálminn: Drottinn Kristur kominn er.
Andlit Jesú – nýjársræða
Ræða upphaflega flutt á Dalvík 2004 en endurskrifuð fyrir nýjársdag 2014. Hún gengur út frá Lúk. 2.21 og myndunum mörgu af Jesú, mynd um andlit Jesú, tveimur krossum íslenskum, Uppsa-Kristi og roðunni frá Húsavík.
Tíminn og eilífðin
Ræða flutt í Glerárkirkju við aftansöng á gamlársdag 2013. Textana má lesa hér. Guðspjallið er úr Lúk. 13.6-9. Tíminn og eilífðin er gjarnan íhuguð um áramót.
Jólaboðskapur Lúkasar og Matthíasar
Jólaræða flutt í Glerárkirkju við miðnæturmessu á jólanótt 2013 en upphaflega í Grundarkirkju 2010. Jólaboðskapur Lúkasar hugleiddur í tengslum við æskuminningu Matthíasar Jochumssonar í jólaljóði hans frá 1891. Það er mögnuð útlegging á jólaboðskapnum þar sem Matthías biður jólabarnið að snerta sig.
Mannréttindabarátta Jóhannesar og Jesú
Ræða var flutt í Akureyrarkirkju 4. sunnudag í aðventu 2013 út frá Jóh. 1 um vitnisburð Jóhannesar skýrarara. Guðspjöllin lögðu grunn að ákveðnum grundvallargildum fyrir mannlegt samfélag, í dag eru mannréttindi sett samfélögum til grundvallar sem eiga þó rætur að rekja nokkuð til guðspjallanna. Jóhannes og Jesú lögðu grunn að mannréttindabaráttu á sínum tíma eins… Halda áfram að lesa Mannréttindabarátta Jóhannesar og Jesú
Aðventuhugvekja á fullveldisdegi 1. des.
Það er ekki oft að fullveldisdagurinn og 1. sunnudagur í aðventu ber upp á sama dag. Mér kom strax í huga þjóðskáldið Matthías Jocumsson þegar ég var beðinn að tala á þessu aðventukvöldi. Hann átti ekki í neinum vanda með að vera bæði þjóðlegur og kristilegur. Allt átti að hafa þjóðlegan grundvöll, eins og hvatningar… Halda áfram að lesa Aðventuhugvekja á fullveldisdegi 1. des.
Tíu boðorð á 21. öld
Ræða flutt á Ólafsfirði 18. sd. eftir þrenningarhátíð, 29. september 2013. Þematísk ræða um boðorðin tíu og kristilegt siðferði út frá frásögninni um ríka unglinginn í Mrk. 10. 17-27. Spurt er: Dugar að setja fram kröfu um heiðarleika? Getum við innleitt boðorðin tíu sem mælikvarða á almennilegt líf á heimilum, skólum og samfélagi?
Frelsi, trú og kærleikur
Ræða flutt í Glerárkirkju 2011 á 17. sunnudegi eftir þrenningarhátíð út frá frásögninni um Leví Alfeusson þegar Jesús kallaði hann til fylgdar við sig, tollheimtumanninn, sem var svo nefndur Matteus guðspjallamaður. Caravaggio túlkar þetta augnablik á stórkostlegan hátt í meðfylgjandi mynd, þar sem Jesús kemur sem ljósið inn í líf Matteusar. Spyrjandi horfist Matteus í… Halda áfram að lesa Frelsi, trú og kærleikur
Fjölskyldan og hamingjan
Ræðan er þematísk um fjölskylduna og hamingjuna, flutt í Grundarkirkja 16. sd. eftir þrenningarhátíð 2010. En á vel við einnig á þessu ári 2013 milli frásagnanna af Mörtu og Maríu í Lúk. 10 og uppvakningar bróður þeirra Lasarusar í Jóh. 11 þegar fylgt er B. textaröð. Í lok ræðunnar vísaði ég í altaristöfluna í Grundarkirkju sem… Halda áfram að lesa Fjölskyldan og hamingjan