Ljós Guðs anda – Jóla- og nýárskveðja

gler_ljosaspil_sunna_kristrun-e1515702800817Hér fylgir jóla- og nýjárskveðja mín sem ég vona að verði ykkur lesendur mínir til uppörvunar og hvatningar á nýju ári. Sálmurinn gæti eins heitið Ljós jólanna. Hann er bæn um að við mættum vera ljós í heimi, endurskin frá frumglæði ljóssins. Hann er ortur að hluta út frá texta í guðspjalli Matteusar:

„Sú þjóð sem í myrkri sat, sá mikið ljós. Þeim sem sátu í skugglandi dauðans, er ljós upp runnið“ (Mt. 4.16).

Lagið hef ég verið að vinna í haust, samið til að lyfta textanum og beina huganum til himna í bæn og þökk.

Ljós Guðs anda_lag

Hlusta á lagið:

Ljós Guðs anda

Guð faðir lof og þökk sé þér
sem þínar gjafir veitir mér.
Það allt sem þarf ég þigg ég frá
þér, þinnar náðar njóta má.
Þú lætur himna ljósið þitt
svo lýsa yfir fólkið mitt
að unum við glaðvær öll við sitt.

En þegar skýin skyggja á
það skin sem bjart þér stafar frá,
þá bið ég soninn þinn með þrá
mig þvílíku’ myrkri frelsi frá.
Ég ástúð sé í augum hans
sem alla þjáning syndarans
bar ljúfur á krossi’ í líking manns.

Með börnum þínum biðja vil
að betur leyndardóminn skil,
að þjáning Drottins vísar veg
til visku ljós að sjái ég.
Það ljós Guðs anda ljáðu mér
að lifi ég þér eins og ber
og andlit mitt skíni skært af þér.

Guðm. G.

 

Published
Categorized as Sálmar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: