Sálmar og bænalíf – Fyrri hluti: Tilfinningar bænalífsins

Hér má skoða erindi mitt á YouTube sem flutta var í Glerárkirkju 3. febrúar 2016 á fræðslu- og umræðukvöldi. Í febrúar er viðfangsefnið íhugun, bæn og fasta. Ég byrjaði með umfjöllun um Sálma og bænalíf. Tilfinningar og stef Davíðssálma og sálma kirkjunnar. Hugmyndin var með þessari fyrirlestraröð að draga fram andlega iðkun í kristnum anda sem mótvægi við allskona ræktun líkama og sálar. Bænalíf eða bænaiðja á djúpar rætur í kristninni og rekja sig aftur til Davíðssálma Gamla testamentisins. Bænalíf eins og Jesús kenndi einkennist af innileika. Sálmar kristinna manna endurspegla þennan trúararf og fela í sér iðkun trúarinnar sem er heilsusamleg.

Sálmar og bænalíf

Tilfinningar og stef Davíðssálma og sálma kirkjunnar

Erindinu er skipt upp í þrjá hluta:

1. Í fyrsta hluta fjalla ég um Davíðssálma sem bænabók gyðinga og kristinna manna. Bænalíf Jesú og starf sýnir að Davíðssálmar hafa verið honum handgegnir. Það er tilfinningaríkt bænalíf sem birtist okkur og er góðar leiðbeiningar um að iðka bæn. Þá var það markmið siðbótar að gera sálmana að almenningseign og voru Davíðssálmar aðlagaðir m.a. íslenskum ljóðaháttum til að hægt væri að syngja þá. En þar að auki endurspeglar sálmabækur kirstninnar bænalífið sem birtist í Davíðssálmum þegar best tekst til.

1. hluti: Tilfinningar og stef Davíðssálma og sálma kirkjunnar (21 mínúta)

2. Í öðrum hluta  er flokkun Davíðssálma skoðaðir og hvernig form þeirra og innihald þjóna því hlutverki að tjá tilfinningar trúarlífsins. Bent er á ákveðnar grunntilfinningar: Trúnaðartraust, angur, iðrun, sárskauka lífsins, ótta, angist, undrun og þakklæti. Lúther siðbótarmaðurinn talaði um tilfinningar í Davíðssálmum en við ritskýringu þeirra og Rómverjabréfsins uppgötvaði hann fagnaðarerindið með nýjum hætti.

2. hluti: Flokkun, form og innihald (13 mínútur)

3. Í þriðja hlutanum er flokkun sálmana skoðuð út frá stefjum eða tilfinningum bænalífsins og form þeirra kynnt, svo kallað hugsanarím. Þá er niðurstaða af þessari skoðun á Davíðssálmum sett í samband við heilbrigt bænalíf og iðkun bænarinnar sem leiðir til þekkingar á Guði, sjálfum sér og heiminum.

3. hluti: Flokkun, stef og tilfinningar bænalífsins (17 mínútur)

Í seinni hluta verða einstakir sálmar skoðaðir og sálmar kirkjunnar til að átta sig betur á þeim trúartilfinningum sem bærast í bænalífinu.

Fyrirspurnir og athugasemdir má senda mér hér:

 

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: