Ský hins óþekkta

dsc_0504
Mynd: Svavar A. Jónsson

Á kyrrðardögum og kyrrðarstarfi hefur bókin The Cloud of the unknowing verið mér leiðarljós um tíma. Kyrrðarbænin (Centering Prayer) hefur þann grunn að vera. Það sem nú er kallað núvitund. Eftir lestur bókarinnar komu þessar hugleiðingar eftir að hafa verið í kyrrðinni, núinu, þar sem ég er og Guð. Hér með fylgir mynd sem Svavar A. Jónsson hefur tekið af skýjafari yfir Eyjafirði.

Ský hins óþekkta

Hvað veit ég um Guð?
Ekkert, þrátt fyrir það að alla ævi
hef ég rannsakað Ritningarnar.
Hann hylur sig í skýinu á himni.

Hver er ég og hugur minn,
vitund mín um sjálfan mig,
að ég ætti að ná einni hugsun um Guð?

Ég slokkna eins og kertaljós,
hugur minn verður ekki meir,
vitundin um mig var einu sinni,
er svo aldrei meir.

En Guð sem var og er,
frá eilífð til eilífðar,
verður áfram þegar minn hugur
slokknar og hverfur.

Ég dvel við þá hugsun
að ná ekki til Guðs.
Samt er hann frá eilfíð til eilífðar.
„ÉG ER“, sagðir þú, Guð.

Fjarri mínum möguleikum
að ná til þín, ertu mér óþekktur,
í skýinu á himni.
En ég þrái þig, að þú birtist mér.

Ég hverf en þú ert,
ég næ ekki upp, en þú kemur,
birtist mér, Jesús einn,
ég sé þig í skýinu, koma.

                    Guðm. G.

Published
Categorized as Ljóð

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: