Næstkomandi sunnudag 10. nóvember kemur sr. Jakob Hjálmarsson í heimsókn á kristniboðsdaginn til Akureyrar og tekur þátt í guðsþjónustum í Akureyrarkirkju kl. 11 og Glerárkirkju um kvöldið kl. 20. Hann hefur starfað á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í Afríku að fræðslu presta og prédikara. Um það má lesa nánar hér á síðunni.
Hann hefur stuðlað að tengslum við söfnuði í Kenía og íslenskra safnaða m. a. í Akureyrarkirkju. Á fundi á sunnudaginn kl. 19 verður rætt um að stofan slíkra tegsla. Vonir standa til að kynning hans á verkefninu verði til að skapa lifandi tengsl milli Glerárkirkju og safnaðar úti í Kenía. Til að hafa reglulega skemmtilega umgjörð verður boðið upp á mat frá Afríku, Vodd og Grill-spjót, ágóðin mun renna til kristniboðsstarfsins, einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. Það þarf að skrá sig í matinn í síðasta lagi föstudaginn 8. nóvember í Glerárkirkju í síma 464 8800 eða hjá Guðmundi 897 3302 / gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is. Maturinn verður á 2.000 kr. Kynningin hefst svo kl. 19.20 og verður einnig fjallað um það í kirkjunni um kvöldið kl. 20.
Það er Kristniboðsfélag Akureyrar sem stendur að þessari dagskrá. Á Akureyri hefur verið starfandi kristniboðsfélag síðan 1926 sem hefur stutt kristniboð, upphaflega í Kína en síðar í Eþíópíu og Kenía. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fyrrverandi dómkirkjuprestur í Reykjavík hefur kennt við Fræðslumiðstöð kirkjunnar í Kapengúría í Kenía. Skólann í Kapengúría sækja m.a. verðandi prédikarar og prestar lútersku kirkjunnar. Sr. Jakob mun á samkomum og í guðsþjónustum segja frá kristniboðinu í Pókot héraði þar sem íslenskir kristniboðar hafa starfað síðan 1978.
Sr. Jakob Hjálmarsson eftir guðsþjónustu í Kenía
Kristniboðsfélag Akureyrar var stofnað 2007 og hefur það að markmiði að kynna kristniboðsstarf Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og styðja það fjárhagslega. Þeir sem vilja styðja þetta starf geta einnig lagt inn á söfnunarreikning Kristniboðsfélags Akureyrar 162 269699, kennitala 501274-0549 en framlög í hann renna til kristniboðsstarfsins almennt.
Hér fylgja með nokkrar myndir úr myndasafni Kristniboðssambandsins:
Námskeið á Fræðslumiðstöð kirkjunnar í Kapengúría
Vatnsból að þorna upp
Eftir guðsþjónustu, gleði í söng
Elgon tónlistarmennirnir á góðri stund