Hugleiðing um bæn

vegurVegur bænarinnar reynist mörgum þröngur og erfiður yfirferðar. Meistari bænarinnar er Drottinn sjálfur sem hefur gefið börnum sínum loforð og fyrirheit í orði sínu. Þau snúa mörg hver að bæninni eins og orðin í Rómverjabréfinu um að andinn biður með okkur með andvörpum sem verður ekki orðum að komið (Róm. 8). Svo að við megum hugsa sem svo: Guð er í okkar bæn.

Guð í þinni bæn

Þegar þú krýpur, biður Guð.

Þegar þú ert smáblóm gagnvart ógn,
þá máttu vita að með þér krýpur Drottinn sjálfur,
þó fjarri sé, biður hann í bæninni með þér.

Í þinni bæn biður hann með andvörpum,
sem ekki verður orðum að komið,
þannig verður þín veika bæn sterk.

Guðmundur Guðmundsson's avatar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd