Önnur myndin í seríunni minni Fjórar trúarlegar myndir er túlkun mín á málverki El Greco Angrið / angistin í Garðinum. Það er föstuþema en aðventan og langa fasta fyrir páska eru tímabil iðrunar og bæna. Litur kirkjuársins þá er fjólublár. Bæn er ekki flótti frá raunveruleikanum heldur að horfast í augu við hann og biðja… Halda áfram að lesa Angur og bæn
Flokkur: Myndlist
Myndir sem ég hef málað eða umfjöllun um myndlist og sérstaklega trúarlega.
Jólamynd – Fæðingin undursamlega
Fjórar trúarlegar myndir mínar eru nú til sýnis í Glerárkirkju. Það má skoða þær þegar kirkjan er opin í Gallerí forkirkju þ.e. í forkirkjunni. Þetta er aðventu og jólasýning en tengir saman hátíðir kirkjunnar og tilraun að túlka trú við síbreytilegar aðstæður. Ég vann með þær djúpu tilfinningar sem hrærast með trúnni, gleði, angur, angist… Halda áfram að lesa Jólamynd – Fæðingin undursamlega
Rembrandt að sækja mig heim
Var að vinna að þessari mynd í kvöld eftir teikninámskeið í haust hjá Juliette Aristides hjá Terracotta. Teiknað með kolum á þakinn grunn á striga með strokleðri og pensli auk kolanna.
Aðventusýning í Gallerí forkirkju: Fjögur trúarleg málverk og kaffihúsamyndir og ljóð
Á miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20 í kvöldkirkjunni opnum við Arnar Yngvarsson og Anna Elísa Hreiðarsdóttir sýningu í Gallerí forkirkju í Glerárkirkju. Ég verð með fjórar trúarlegar myndir sem gerist sjaldan orðið að listamenn leggi í svoleiðis. Ég sveigi til verk eftir fjóra meistara og færi þau til nútímans með smá gagnrýni á kirkju og… Halda áfram að lesa Aðventusýning í Gallerí forkirkju: Fjögur trúarleg málverk og kaffihúsamyndir og ljóð
Einkasýning í Glerárkirkju í maí
GALLERÍ FORKIRKJA OPNAR í Glerárkirkju laugardaginn 10. maí kl. 13 og eftir það þegar kirkjan er opin. Það verður með sýningunni minni: NÁTTÚRA, MENNING OG GUÐ, ÞJÁR MYNDASERÍUR OG PORTRETT Ég lauk myndlistarnámi frá Myndlistaskóla Akureyrar í vor (2025). Sýningin samanstendur á verkum mínum við skólann árin á undan. Ég opnaði sýninguna með nokkrum orðum… Halda áfram að lesa Einkasýning í Glerárkirkju í maí
Lokaverkefni við Myndlistaskólann á Akureyri
Sýnt á vorsýningu skólans í Deiglunni í Listagilinu 24-25. apríl kl. 14-18. FJÖGUR OLÍUMÁLVERK – KENÍA 2025 Verkin sækja efni til Kenía eftir ferðalag þangað í janúar 2025. Þau eru ekki ferðasaga heldur tilraun til að túlka menningu fólksins í Kenía. Stuttur texti er látinn leiða hugann að fjórum þemum eða frumefnum, loft, vatn, eldur… Halda áfram að lesa Lokaverkefni við Myndlistaskólann á Akureyri
Í Melarétt á Austurlandi
Í haust fórum við Ingibjörg í Melarétt á Austurlandi með Hrafni Heiðari syni okkar og Bríeti hans. Það var frekar kalt þennan dag og haustlegt en þegar maður málar er svo dásamlegt að geta lagað eitt og annað eins og veðrið. Þá sá ég þennan íslenska bónda í sauðahliðinu. Byrjaði á að teikna hann. Gerði… Halda áfram að lesa Í Melarétt á Austurlandi
Sumarkoma
Lokaverkefni mitt vorið 2024 í Myndlistarskóla Akureyrar var þriggja mynda sería af landslagsmyndum sem túlka eiga sumarkomu og lausn. Allar frá nágrenni Akureyrar gerðar með þurrpastel á velour pappír. Stærð 40 x 30 cm. Sýndar á vorsýningu skólans sem lauk 12. maí. Súlur og Glerá í vorleysingu. Myndin teiknuð á staðnum og gerð litaprufa síðan… Halda áfram að lesa Sumarkoma
Heilsusamar dýramyndir
Hvað getum við lært af dýrunum okkar? Dvöl í Hveragerði vakti athygli mína á því sem ég hafði gleymt en dýrin okkar kunna. Þau kunna að slaka á eins og Bingó, elsku hundurinn, sem kvaddi okkur síðast sumar. Þau kunna að horfa og sjá eins og Skotta, einn af köttunum okkar, drottningin á heimilinu. Þau… Halda áfram að lesa Heilsusamar dýramyndir
Bláfjall í Mývatnssveit
Vatnslitamynd af Bláfjalli í Mývatnssveit séð frá Lúdentsborum. Máluð eftir ljósmynd Eyþórs Inga Jónssonar, organista, með leyfi hans. Árangur af nokkurra vikna vatnslitanámskeiði í haust.