Uppskerusálmur í keltneskum anda

uppskeraMikið er talað um umhverfismál en rétt breytni verður ein til blessunar. Í þessari bæn stígum við í þá átt, biðjum um blessun Guðs og helgum okkar honum eins og keltneskir formæður og forfeður gerðu með þá hugsun að vera í sköpun Guðs, játast að vera sköpun Guðs, í hendi Guðs og úr henni er uppskeran þegin með þökk. Keltneska bænin fylgir hér með og versin og lagið ítrekar bænina um blessun Guðs og traustið til Guðs sem gefur vonina og er aflið til breytinga.

Blessa mér, góði Guð

Blessa mér, ó, Guð
þá jörð sem ég geng á.
Blessa mér, ó, Guð
þann veg sem ég feta.
Blessa mér, ó, Guð
það fólk sem ég mæti.
Í dag, í kvöld og á morgun. Amen.
(Forn keltnesk bæn)

 

Blessa mér_nótur010105

Blessa mér, góði Guð, þá jörð
sem geng ég á í sköpun þinni,
uppskeru þigg með þakkargjörð,
þér þjóna ég með glöðu sinni.

Blessa mér, Guð, þann vonar veg
sem vísar þú mér, gæfusporin.
Í morgunsól mig signi ég
og sofna í bæn á höndum borinn.

Blessa mér, Guð, hvern dýrðar dag,
með dögun lífsins mér í hjarta
mæti ég fólki, hugsa um hag
og heill þeirra og framtíð bjarta.

Blessa mér, Guð á himnum, heim
að hamingja og gæfa dafni
veraldar allrar, okkur geym
í öruggri hendi’ í Jesú nafni. Amen.

                    Guðm. G.

Allur réttur áskilinn©Guðmundur Guðmundsson

Published
Categorized as Sálmar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: