Ræður eftir dögum kirkjuársins og ýmis tækifæri:
Guð einn sem skapar lífið og elskar
Ræða flutt í Glerárkirkju 4. september í kvöldmessu. Guðspjallað úr Fjallræðunni um að horfa á fuglana og liljur vallarins í Mt. 6, 24-34. Jesús áminnir þar um að vera ekki áhyggjufull en um leið er þetta ögrandi ræða um að … Lesa meira
Að gera eða vera
Ræða flutt í Akureyrarkirkju 7. ágúst 2016 að kvöldi dags. Sungnir kvöldsálmarnir Nú hverfur sól í haf (Sb. 592) og Ó, vef mig vængjum þínum (Sb. 594). Textinn var um Faríseann og tollheimtumanninn sem fóru upp í helgidóminn að biðja … Lesa meira
Ræða á sjómanndegi – Sögurnar um lífsháskann
Ræða flutt á sjómannadegi, upphaflega á Húsavík 7. júní 2015 og aðlöguð ári síðar á 5. júní 2016 og flutt í Glerárkirkju. Textinn úr guðspjalli Matteusar Mt 8.23-27. Þá voru fluttir tveir nýlegir sálmar annar eftir Hjört Pálsson sb. 831: Þeir … Lesa meira
Óttalegur Lasarus
Ræða flutt við messa í Lögmannshlíðarkirkju 29. maí 2016. Það var 1. sd. eftir þrenningarhátíð og guðspjalltextinn ein af dæmisögunum í guðspjalli Lúkasar um Lasarus, beiningarmaðurinn við dyr ríka mannsins (Lk 16.19-31).
Kristur er farinn!
Ræða flutt á Uppstigningardegi í Glerárkirkju 5. maí 2016. Texti dagsins var guðspjall dagsins úr Lúkasarguðspjalli 24.44-53. Það var góð upplifun að hlusta á Karlakór Akureyrar – Geysir syngja sálma dagsins og flytja svo nokkur lög með krafti og hrífandi … Lesa meira
Jakobsglíman – lífglíma okkar tíma
Ræða við messu í Glerárkirkju 21. febrúar 2016 sem var 2. sunnudagur í föstu. Guðspjallatextinn var Mt. 15.21-28 um Kanversku konuna en ég dvaldi aðallega við Lexíuna úr Gt. 1Mós 32.24-30. Sá texti fer hér á eftir:
Kross og ást á guðlausum tímum
Messa í Akureyrarkirkju á sunnudegi í föstuinngangi 2016. Guðspjall var um skírn Jesú í Jórdan, Mt. 3.13-17. Kór Akureyrakirkju söng nýja sálma úr bókinni Sálmar 2013 eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og sr. Sigurð Pálsson. Sálmana valdi ég í anda tímans … Lesa meira
Hafís í París – áramótaræða
Ræða flutt á gamlársdag á Siglufirði. Loftslagsráðstefnan í París var ofarlega á baugi eins og ég kemst að orði í ræðunni: „Það er byrjuð ný öld þar sem frelsi og kærleikur fara saman. Við getum ekki haldið fram hömlulausi frelsi … Lesa meira
Fegurðin æðsta, list og trú
Ræðan var flutt við barokkmessu 17. október 2015 sem var á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar. Nemendur fluttu þar verk frá Barokktímanum og sungu. Ræðan er hér nokkuð aukinn og andar af hugðarefni mínu þennan októbermánuð um trú og list. Því miður … Lesa meira
Kraftaverkin, raunveruleikinn og lífið
Ræða flutt í Glerárkirkju við kvöldmessu 6. september 2015, 14. sd. eftir þrenningarhátíð. Guðspjallið var um blinda manninn við Betesdalaugina úr 5. kafla Jóhannesarguðspalls, lexía Sálm. 103, 1-6 og pistill Gal. 2, 20. Í ræðunni bar ég saman frásagnir Jóhannesar … Lesa meira
Orðin mörgu, sannleikurinn og Guð
Ræða flutt í Akureyrarkirkju 23. ágúst á 12. sunnudegi eftir þrettánda. Textarnir voru Davíðssálmur 40, 2-6, Jakobsbréf 3, 8-12 og guðspjallið Matt. 12, 31-37. Þetta eru kröftugir textar sem krefjast samræmis milli orða og verka, um sannleika og að lifa … Lesa meira
Hjartans mál – Páskaræða
Ræðan var flutt á páskadag í Möðruvallklausturskirkju 2014, 20. apríl. Í ræðunni leitaðist ég við að svara spurningunni: Hvað er upprisan? Þó að maður vilji reynast skynsamur í anda tímans þá er rök hjartans sem birtast í upprisunni grundvöllur fyrir … Lesa meira
Biblíufélagið 1815-2015 – Saga að norðan
Ræða flutt í Grenivíkurkirkju á Biblíudegi 2015. Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags sagði ég sögu Ebenezer Hendersonar og ferða hans norður í land sumurin 1814 og 1815 þar sem hann kynntist sr. Jóni lærða Jónssyni sem … Lesa meira
Opinberunarhátíð á þrettánda degi jóla
Ræða saman 2002 en þá bar þrettándinn upp á sunnudag og var dagurinn haldinn hátíðlegur í Akureyrarkirkju. Texti þrettándans er Matt. 2.1-11 um tilbeiðslu vitringanna. Hér birti ég sálminn: Drottinn Kristur kominn er.
Andlit Jesú – nýjársræða
Ræða upphaflega flutt á Dalvík 2004 en endurskrifuð fyrir nýjársdag 2014. Hún gengur út frá Lúk. 2.21 og myndunum mörgu af Jesú, mynd um andlit Jesú, tveimur krossum íslenskum, Uppsa-Kristi og roðunni frá Húsavík.
Tíminn og eilífðin
Ræða flutt í Glerárkirkju við aftansöng á gamlársdag 2013. Textana má lesa hér. Guðspjallið er úr Lúk. 13.6-9. Tíminn og eilífðin er gjarnan íhuguð um áramót.
Jólaboðskapur Lúkasar og Matthíasar
Jólaræða flutt í Glerárkirkju við miðnæturmessu á jólanótt 2013 en upphaflega í Grundarkirkju 2010. Jólaboðskapur Lúkasar hugleiddur í tengslum við æskuminningu Matthíasar Jochumssonar í jólaljóði hans frá 1891. Það er mögnuð útlegging á jólaboðskapnum þar sem Matthías biður jólabarnið að … Lesa meira
Mannréttindabarátta Jóhannesar og Jesú
Ræða var flutt í Akureyrarkirkju 4. sunnudag í aðventu 2013 út frá Jóh. 1 um vitnisburð Jóhannesar skýrarara. Guðspjöllin lögðu grunn að ákveðnum grundvallargildum fyrir mannlegt samfélag, í dag eru mannréttindi sett samfélögum til grundvallar sem eiga þó rætur að … Lesa meira
Aðventuhugvekja á fullveldisdegi 1. des.
Það er ekki oft að fullveldisdagurinn og 1. sunnudagur í aðventu ber upp á sama dag. Mér kom strax í huga þjóðskáldið Matthías Jocumsson þegar ég var beðinn að tala á þessu aðventukvöldi. Hann átti ekki í neinum vanda með … Lesa meira
Tíu boðorð á 21. öld
Ræða flutt á Ólafsfirði 18. sd. eftir þrenningarhátíð, 29. september 2013. Þematísk ræða um boðorðin tíu og kristilegt siðferði út frá frásögninni um ríka unglinginn í Mrk. 10. 17-27. Spurt er: Dugar að setja fram kröfu um heiðarleika? Getum við innleitt … Lesa meira
Frelsi, trú og kærleikur
Ræða flutt í Glerárkirkju 2011 á 17. sunnudegi eftir þrenningarhátíð út frá frásögninni um Leví Alfeusson þegar Jesús kallaði hann til fylgdar við sig, tollheimtumanninn, sem var svo nefndur Matteus guðspjallamaður. Caravaggio túlkar þetta augnablik á stórkostlegan hátt í meðfylgjandi … Lesa meira
Fjölskyldan og hamingjan
Ræðan er þematísk um fjölskylduna og hamingjuna, flutt í Grundarkirkja 16. sd. eftir þrenningarhátíð 2010. En á vel við einnig á þessu ári 2013 milli frásagnanna af Mörtu og Maríu í Lúk. 10 og uppvakningar bróður þeirra Lasarusar í Jóh. … Lesa meira
Evangelisk – hugvekja
Hugvekja á hádegisstund í Akureyrarkirkju 22. ágúst 2013 um orðið evangelisk. Orð sem einkennir kirkjudeildina. Fagnaðarerindið breytir öllum forsendum mannlegs lífs, vegna þess að það er erindi Guðs við okkur. Það er ein aðal persónu í því sambandi, Jesús Kristur. … Lesa meira
Páskaprédikun – grátur og hlátur lífsins
Ræðan var flutt í Akureyrarkirkju á páskadag 12. apríl 2009. Lagt var út af textanum í Jóhannesarguðspjalli 20. kafla um Maríu Magdalenu úti fyrir gröf Jesú. Fluttur var sálmurinn Árdegis, röðull reis úr nótt í upphafi. Í ræðunni var fjallað … Lesa meira
Móðir Guðs á jörð
Jólaræða flutt 1998 í Grímsey og Nesi í Aðaldal og 2002 í Glerárkirkju. Kveikjan að henni var madonnumyndirnar mörgu sem málaðar hafa verið og frásaga Lúkasar sem ber þess merki að hann hafi rætt við Maríu. Stef úr einum af mínum jólasálmum … Lesa meira