Sálmurinn og ljóðið
Sálmur er ljóð til Guðs þar sem hann er ávarpaður með einstaka undantekningum. Elsta sálmabók kristinna manna er Davíðssálmar, eins og þá má flokka sálmabækur kirkjunnar í gegnum aldirnar. Annað atriði þeirra er að þeir spretta upp sem lofsöngur safnaðarins til Guðs, játning, bæn og þakkargjörð. Í sálmum birtast tilfinningar skáldsins og safnaðarins til Guðs í öllu sínu litrófi frá sorg til gleði, frá örvæntingu til vonar, frá fyrringu til nálægðar, frá myrkri til ljóss, og það er innileiki og djúp samkennd safnaðarins í og með Guði sem gerir sálminn að lifandi vitnisburði um trú sem styrkir menn í glímu lífsins.
Efnisyfirlit:
Sálmar frumsamdir og þýddir ásamt lögum og tilvísunum í myndlist og frásögn um tilurð þegar það á við.
Hvítasunnusálmur frá Suður-Ameríku
Á samkirkjulegri bænaviku á Akureyri 2015 var sálmurinn frumfluttur í íslenskri þýðingu minni. Hann er eftir Simei Monteiro en 2. og 3. erindið er frumsamið í sama anda. Hann er ákall um komu andans að fólkið og jörðin fái lifað. … Lesa meira
Steindu gluggarnir í kór Akureyrarkirkju
Íhugun þessi um steindu gluggana í kór Akureyrarkirkju orti ég þegar ég var að undirbúa aðventukvöld í kirkjunni 2009. Þá lét ég lesa textana sem tengjast gluggunum sem eru úr forsögu Lúkasarguðspjalls. Þar eru lofsöngvar hver öðrum stórfenglegri sem kirkjan … Lesa meira
Jólasálmur
Drottinn Kristur kominn er – þannig byrjar eftirfarandi jólasálmur. Hann var lengi í smíðum hjá mér og lauk ég við hann fyrir einum tíu árum eða 2014. Oft hef ég notað vísuorð úr honum í ræðum: Móðurfaðmur Guðs fær gætt, … Lesa meira
Opinberunarhátíð á þrettánda degi jóla
Ræða saman 2002 en þá bar þrettándinn upp á sunnudag og var dagurinn haldinn hátíðlegur í Akureyrarkirkju. Texti þrettándans er Matt. 2.1-11 um tilbeiðslu vitringanna. Hér birti ég sálminn: Drottinn Kristur kominn er.
Maríuljóð frá Betlehem – jólakveðja
Maríuljóð frá Betlehem er jólakveðja mín til vina minna og allra sem vilja við henni taka. Ljóðið er samið við jólasálminn: We three kings. Það er ekki þýðing því að enski sálmurinn er ræða vitringanna en mér fannst áhugaverðara að … Lesa meira
Þú mikli læknir
Þú mikli læknir samdi ég nú á jólaföstu 2013 í anda Móður Teresu. Reglubæn Boðbera kærleikans var fyrirmynd mín eða innblástur. Hún er í íslenskri þýðingu í bókinni: Móðir Teresa: Friður í hjarta á bls. 64-65. Ég vil tileinka þessa bæn Hjálparstarfi … Lesa meira
Fegurð jólasálmanna
Inngangur: Það kemur fyrir þegar við prestarnir erum fengnir til að tala á jólafundum að það er nefnt við okkur að segja eitthvað fallegt um jólin. Mér datt í huga að taka þeirri áskorun að segja eitthvað fallegt. Fegurð er eðlilega smekksatriði svo að hér tala ég frá mínum bæjardyrum séð.
Orð Guðs – Við fætur Drottins
“Við fætur Drottins” er staða kirkjunnar gagnvart Meistara sínum og Drottni. Málverk Johannes Vermeer Kristur í húsi Mörtu og Maríu finnst mér hrífandi og talandi og skemmtilega hollenskt. Á ferðalagi í Edenborg staldraði ég lengi við þessa mynd á Listasafni … Lesa meira
Drottinn Guð, kom þú, dvel þú oss hjá
Þessi sálmur var saminn eftir fyrirmynd sem kynnt var í tengslum við alþjóðlegu samkirkj
ulegu bænavikuna 2012. Efnið var undirbúið í Póllandi það árið. Textinn sem þema vikunnar byggði á var úr bréfi Páls postula til Korintumanna (1. Kor. 15. 51-58): … Lesa meira
Páskasálmur – páskasólin
Páskasálmurinn er saman út frá frásögninni um Maríu úti fyrir gröfinni á páskadagsmorgni í Jóhannesaguðspjalli 20. kafla. Þetta er ein tilfinningaríkasta frásögn guðspjallsins, um leið og hún er átakanlega sorgleg, hefur hún að geyma glettni sjónarvottsins, sem vafalítið hefur skemmt … Lesa meira
Föstudagurinn langi – undir krossinum
Föstudagurinn langi, þverstæður lífsins, ljós og myrkur mætast, líf og dauði, eins og í þessari mynd eftir Maurice Denis frá ca. 1895, Fórnin á Golgata. Trúuð sál tekur sér stöðu með Maríu, móður Jesú, undir krossinum, íhugar og biður. Hér … Lesa meira