Ljóð

Velkomin í heim ljóða minna

Frá unglingsárum hef ég tjáð mig í ljóðum, fyrst og fremst hefur það verið tómstundaiðja mín, samfundur minn við autt blað, penna og tilveruna. Nokkur ljóð, aðallega trúarleg, hafa birst í tímaritum, en enga ljóðabók hef ég gefið út til þessa. Einstaka hugleiðingar í ljóðum hafa ratað inn í ræður mínar og á jólakort og verið flutt við hátíðleg tækifæri. Þörfin er þarna að deila gjöfinni með samferðafólkinu. Þetta safn er þannig gluggi þinn inn í ljóðaheim minn. Ef hann er ekki í snertingu við hið innsta í mér og tilveruna þá er hann skot út í bláinn, ef hann ómar ekki af dýpstu tilfinningu í hjarta mínu, ástinni, er hann hljómandi málmur og hvellandi bjalla, ef hann titrar ekki lengur við endanleikann og dauðann þá óttast ég ekki lengur Guð minn, sem gaf mér andann.

Vertu velkominn að ganga með mér um þessa veröld þar sem ég orða það sem fyrir augun ber og vonandi hljómar ljóðið í eyrum þér af sömu ástríðu og bærðist í brjósti mér þegar ég skrifaði á autt blaðið, meitlaði höggmynd í orð um Guð, ástina og dauðann.

Guðmundur Guðmundsson

Efnisyfirlit:

Hafís í París – áramótaræða

Ræða flutt á gamlársdag á Siglufirði. Loftslagsráðstefnan í París var ofarlega á baugi eins og ég kemst að orði í ræðunni: „Það er byrjuð ný öld þar sem frelsi og kærleikur fara saman. Við getum ekki haldið fram hömlulausi frelsi … Lesa meira 

 

Ský hins óþekkta

Á kyrrðardögum og kyrrðarstarfi hefur bókin The Cloud of the unknowing verið mér leiðarljós um tíma. Kyrrðarbænin (Centering Prayer) hefur þann grunn að vera. Það sem nú er kallað núvitund. Eftir lestur bókarinnar komu þessar hugleiðingar eftir að hafa verið … Lesa meira 

 

Guð, hann dó í gær – Hvíldardagurinn mikli

Skrýtnasti dagur ársins er í dag – hvíldardagurinn mikli. Ljóðið, Guð, hann dó í gær, er skelfileg íhugun þessa dags, þegar Guð hvíldi í mannlegri gröf. Hverju breytir Guð í raun og veru í mannlegri veröld? Hvert leiða hugsanir trúarbragða … Lesa meira 

Á meðal blindra

Ljóðið Á meðal blindra eru mínar vangaveltur um tilgang lífsins, sem leituðu á huga minn á ákveðnu tímabili í lífi mínu, tilvistarspurningarnar. Það kom sterkt upp í huga minn eftir að hafa verið með heimspekingum allan daginn með spurningarnar stóru … Lesa meira 

Í réttum takti

Nútíminn er á fleygi ferð finnst manni stundum. Takturinn eins hraður og hugsast getur. Mesta hjáguð nútímans berum við um hendina, klukkan, er orðin guð okkar sem öllu ræður. Við ættum að læra af Afríku að tíminn kemur til okkar … Lesa meira 

Daggardropinn

Daggardropinn – sálmur Guðmundur @ 12.07 3/8/06 Sálmurinn eða andlega vísan er hugleiðing um daggardropa sem fellur á að morgni og lífið endurspeglað í þeirri mögnuðu mynd en óverulegu. Lífið með Guði er þakklæti. Fyrirmynd textans er eftir Oddmund Haugen við … Lesa meira 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: