Bænir

Bæn er að tala við Guð

Heilagur Ágústínus skrifaði Játningar sínar sem bæn. Hugleiðingar frammi fyrir Guði hefur aðra vídd en vangaveltur sálarinnar eins og Ágústínus bendir á að í samtalinu við Guð lærir maður að þekkja sjálfan sig og Guð. Í prestsstarfinu biður maður oft á tíðum opinberlega en auðvitað er það ekki það sama og að tala við Guð „í leyndum“, sem ég hef kallað það persónulegasta í lífi manns. Hér eru hugleiðingar um bænina og bænir af ýmsu tilefni og bera þess merki en vonandi eru þær til uppörvunar fyrir þá sem vilja ganga veg bænarinnar en það er ásetningur minn. Ekki eru mörkin alltaf ljós milli sálma og bæna eins og gefur að skilja svo sumt er þar og annað hér.

Efnisyfirlit:

Bænir samdir í tengslum við helgihald eða hugleiðingar í bæn og leiðbeiningar um það að tala við Guð.

Kyrrðarstarf kirkjunnar á myndböndum

Kyrrðarstarf hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda. Það á einnig við um kyrrðarstarf í Þjóðkirkjunni.  Nokkrar kristnar hefðir eru til og hafa sumar þeirra verið iðkaðar hér á landi. Sennilega þekkja margir kyrrðardaga í Skálholti en þeir eru með ólíku … Lesa meira 

Þú mikli læknir

Þú mikli læknir samdi ég nú á jólaföstu 2013 í anda Móður Teresu. Reglubæn Boðbera kærleikans var fyrirmynd mín eða innblástur. Hún er í íslenskri þýðingu í bókinni: Móðir Teresa: Friður í hjarta á bls. 64-65. Ég vil tileinka þessa bæn Hjálparstarfi … Lesa meira 

Drottinn Guð, kom þú, dvel þú oss hjá

Þessi sálmur var saminn eftir fyrirmynd sem kynnt var í tengslum við alþjóðlegu samkirkjulegu bænavikuna 2012. Efnið var undirbúið í Póllandi það árið.  Textinn sem þema vikunnar byggði á var úr bréfi Páls postula til Korintumanna (1. Kor. 15. 51-58): … Lesa meira 

Tal við Guð um traust

Trúa á þig, Guð minn, treysta því að þú segir sannleikann, um það snýst líf mitt. En hver er ég að láta mér það til hugar koma að eitthvað sem ég geri hafi áhrif á það hvort þú sért sá … Lesa meira 

Tal við Guð um þverstæður lífsins

Fjörutíu og þrjú ár síðan ég var skírður í nafni heilagrar þrenningar, rétt áður en ég var fermdur, tveimur dögum seinna. Gleðidagarnir eftir páska eru runnir upp. Kristin trú er ögrandi. Að ögra þeirri tilveru, sem manni er varpað inn … Lesa meira 

Hugleiðing um bæn

Vegur bænarinnar reynist mörgum þröngur og erfiður yfirferðar. Meistari bænarinnar er Drottinn sjálfur sem hefur gefið börnum sínum loforð og fyrirheit í orði sínu. Þau snúa mörg hver að bæninni eins og orðin í Rómverjabréfinu um að andinn biður með … Lesa meira

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: