Vangavelur um trú og siðmenningu

Kristnin byggir tilveru sína á ljóðlist og sögum. Hvað finnst þér um það? Fyrsti jólasálmurinn byrjar svona: “Orðið varð hold… ”. Jólasagan svona: “Það bar til um þessar munir…”. Kristið fólk trúir því að það séu atburðir sem áttu sér stað í rauneruleikanum með einhverjum hætti. Þríeinn Guð birtist sem faðir / móðir / foreldri – sonur – heilagur andi. Signingin geri þá kenningu að helgisið (e. ritual): Í nafni Guðs föður og sonar og heilags anda. Meðan er gert krossmark.

Frjálslynd guðfræði situr líka föst þarna þegar kristnir guðfræðingar gerðust skynsamir úr hófi fram, á 19. öld, þá var talað um skynsemina eina sem mælikvarða í fræðaheiminum. Þá skrifuðu menn upp á nýtt ævi Jesú. Hann var góður maður, með góðan siðaboðskap. Síðan þá varð Vestræn “kristin” menning siðmenning, með kærleiksboðskap, rökin voru þau að öll trúarbrögð (nýtt hugtak í fræðunum á 19. öld) hefðu gullnu regluna: Það sem þú villt að aðrir gjöri þér það skalt þú og þeim gjöra. Sumir höfðu það með jákvæðum formerkjum, aðrir með neikvæðum. 

C. S. Lewis talar á einum stað um “Dao”, veginn, sem sammannlegan grunn. Er það nokkuð ólíklegt að allt mannkynið hafi eitthvað sameiginlegt, sem mætti kalla visku trúarbragðanna, eins og Huston Smith, trúarbragðafræðingur, gerir.

Þú verður að afsaka mig ef þú skyldir ekki hugsa eins og ég. Ég hallast að því að sammannlegur grunnur mannkynsins birtist í Jesú Kristi, mannúð hans sýnir það, sannur maður var hann, hann lifðu öll jákvæðu gildin, en ekki síður setti hann traust sitt á Guð föður sinn á himni, sem hann sá og heyrði að verki í sögunni fyrir heilagan anda. 

Ég lít svo á að þetta sé sannleikurinn sem gildir fyrir alla á öllum tímum og alls staðar, en veit á sama tíma að aðriri hafa allt aðra skoðun á sannleikanum. Ég tel samt þessa skoðun mína skynsamlega á sinn hátt.

Ætli ég verði ekki aðeins að bakka með þessa skoðun mína. Það vantar einn þátt inn í umræðuna um sannleikan hérna, að hann er afstæður svona svipað og afstæðiskenningin í heimsfræðunum. Sannleikurinn er háður “síbreytilegu samhengi”. Ég orða það stundum þannig fyrir kristnum trúbræðrum og systrum að þegar Kristur steig upp til himna þá fór sannleikann með honum. Hann sagðist jú vera sannleikurinn. Þar með sit ég eftir og trúað fólk held ég með það að tilbiðja þríeinan Guð. Að því leyti tengjumst við sannleikanum, en ég er ekki handhafi hans né get talað “ex cathetra” eins og páfinn taldi sig geta á tímabili, orð hans í páfastól voru orð frá Guði. Þess vegna tala ég sem prestur í nafni Drottins og mín orð eiga að vera undir gagnrýni úr öllum áttum svo ég sé helst í anda hans en ekki eftir hugarórum mínum.

Þannig get ég og þjónar Drottins reynt í bæn að vera heil gagnvart Guði. Um leið reyni ég að leggja mig fram við að hlusta á ólíka trú annarra og lífsskoðanir. Það er forsenda þess að geta talað um fjölhyggju sem byggir á mannréttingum fyrir alla að við hlustum hvert á annað. Þau virka nefnilega saman: persónufrelsi, skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, félagafrelsi o.s.frv. Og ég vil bæta við frelsi kristins manns sem gefur mér möguleika að hugsa, tala og breyta samkvæmt sannfæringu minni vegna þess að ég trúi ekki á sannleikann heldur persónu sem talaði sannleika, sannleikurinn getur því verið afstæður og margræður. Þess vegna skulum við tala saman.

Guðmundur Guðmundsson's avatar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd