Þriðja myndin í seríunni minni Fjórar trúarlegar myndir er túlkun mín á málverki Marc Chagall Hvít krossfesting. Það er þema föstudagsins langa, þjáning og dauði Krists. Myndin á að túlka að í dýpstu þjáningu er Guð, ekki er til þær aðstæður að Guð sé ekki þar. Litur kirkjuársins þá er fjólublár eða svartur.
Marc Chagall bjó í París 1938 og upplifði gyðingaofsóknir. Hann var gyðingur og þekkti til ofsókna gegn gyðingum í Rússlandi eftir byltinguna 1917. Frummyndin túlkar þær ofsóknir og flótta fólks undan stríðsógn og ofsóknum. Kristur á krossinum er með gyðinglegt bænateppi um sig og ýmis trúartákn eru í myndinni, eins og lögmálsbókin og kertastjakinn, og fánar sem tákn þjóðanna.

Staðfærð kópía af meistaraverki, Hvít krossfesting eftir Marc Chagall frá 1938.
Þema: Angist og ákall.

Mín túlkun staðfærir sömu þemu í stríði Pútíns gegn Úkraínu þar sem fánarnir tákna þjóðirnar sem takast á. Með táknrænu myndunum finnum við til með fólki sem hrakið er á flótta af herjum og eyðilegging blasir við og það sem er dýrmætt fyrir fólkinu er brotið og brennt. Svo er stríð í Palistínu og Súdan og víðar. Guðsmynd kristninnar og hvít krossfesting, boðar að Guð stendur með þeim jaðarsettu og þjáðu, smáðu og ofsóttu. Guð er gegn öllu ofbeldi og þeir sem beita ofbeldi fara gegn Guði. Það er boðskapur krossins. Stríð er ofbeldi og andstyggilegt í augum Guðs. Sá sem bergir af bikar lífsins gengur þeim Guði á hönd og hlýtur að spyrja: Hversu lengi á þetta að halda áfram?
„Hversu lengi, Drottinn?“ (Sálm 13)