Angur og bæn

Önnur myndin í seríunni minni Fjórar trúarlegar myndir er túlkun mín á málverki El Greco Angrið / angistin í Garðinum. Það er föstuþema en aðventan og langa fasta fyrir páska eru tímabil iðrunar og bæna. Litur kirkjuársins þá er fjólublár. Bæn er ekki flótti frá raunveruleikanum heldur að horfast í augu við hann og biðja… Halda áfram að lesa Angur og bæn

Jólamynd – Fæðingin undursamlega

Fjórar trúarlegar myndir mínar eru nú til sýnis í Glerárkirkju. Það má skoða þær þegar kirkjan er opin í Gallerí forkirkju þ.e. í forkirkjunni. Þetta er aðventu og jólasýning en tengir saman hátíðir kirkjunnar og tilraun að túlka trú við síbreytilegar aðstæður. Ég vann með þær djúpu tilfinningar sem hrærast með trúnni, gleði, angur, angist… Halda áfram að lesa Jólamynd – Fæðingin undursamlega

Rembrandt að sækja mig heim

Var að vinna að þessari mynd í kvöld eftir teikninámskeið í haust hjá Juliette Aristides hjá Terracotta. Teiknað með kolum á þakinn grunn á striga með strokleðri og pensli auk kolanna.

Guð má sjá víðar en maður heldur

Hugvekja á Lindinni 8. des 2025 (3) Þegar heiðingjar, sem þekkja ekki lögmál Móse, gera það eftir eðlisboði sem lögmál Guðs býður, þá eru þeir sjálfum sér lögmál þótt þeir hafi ekki neitt lögmál. Þeir sýna að krafa lögmálsins er skráð í hjörtum þeirra með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra… Halda áfram að lesa Guð má sjá víðar en maður heldur

Trú, von og kærleikur, þýðing á gömlum sænskum sálmi

Trú, von og kærleikur eða „Det växer från Edens tider“ er sagður vera sálmur frá gamalli tíð – „gamal tradition“ við lag eftir T. Gudmundsson. Fannst í skúffu hjá mér og hreif mig svo að ég þýddi sálminn eða ljóðið um trúarlegu dyggðirnar þrjár trú, von og kærleika. Þjú blóm úr Guðs Edens garði Lagið… Halda áfram að lesa Trú, von og kærleikur, þýðing á gömlum sænskum sálmi