Á miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20 í kvöldkirkjunni opnum við Arnar Yngvarsson og Anna Elísa Hreiðarsdóttir sýningu í Gallerí forkirkju í Glerárkirkju.
Ég verð með fjórar trúarlegar myndir sem gerist sjaldan orðið að listamenn leggi í svoleiðis. Ég sveigi til verk eftir fjóra meistara og færi þau til nútímans með smá gagnrýni á kirkju og kristni og dassi af húmor, gleði og alvöru í bland. Það eru þeir Boticelli, El Greco, Chagall og Denis. Allir máluðu þeir trúarleg verk með táknheimi kristninnar og túlkuðu frásagnirnar hver með sínum hætti og ég með mínum. Bæn og tilbeiðsla tengir myndirnar saman hjá mér.

Læti fylgja með mynd úr stúdíóinu mínu þar sem ég er að leggja lokahönd og verkin. Vona að málningin verði nokkurn veginn þornuð á miðvikudaginn. Síðastliði vor lauk ég námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri og naut liðsagnar Stefáns Bolter í olíumálum ofl. Í dag er ég í fjarnámi hjá Juliette Aristides í skóla sem nefnist Terracotta í Bandaríkjunum.
Arnar Yngvason og Anna Elísa Hreiðarsdóttir fara gjarnan á kaffihús. Arnar tekur þá upp blað og penna, rissar skemmtilegar myndir af staðnum og litar með kaffinu. Lísa hefur svo samið ljóð og tengt þau við myndirnar. Þau gáfu út bók með þessu efni í vor. Nú verða nokkur dæmi á veggjum forkirkjunnar.
Þessi blanda vonumst við að beini athyglinni að því sem okkur finnst mikilvægt að trúin sé hversdagskristni.