Lokaverkefni mitt vorið 2024 í Myndlistarskóla Akureyrar var þriggja mynda sería af landslagsmyndum sem túlka eiga sumarkomu og lausn. Allar frá nágrenni Akureyrar gerðar með þurrpastel á velour pappír. Stærð 40 x 30 cm. Sýndar á vorsýningu skólans sem lauk 12. maí.




Súlur og Glerá í vorleysingu. Myndin teiknuð á staðnum og gerð litaprufa síðan fullunnin á vinnustofu. Horft niður í gilið á fossinn af útsýnisstað.

Kerling og útilistaverkið Pelastikk í Dyngjunni. Fyrst teiknuð og gerð vatnslitamynd sumarið 2023 með Gerðu systir. Svo unnin á vinnustofu með þurrpastel á velour pappír. Horft upp til fjalla.

Kaldbakur og brýnnar yfir Eyjafjarðará. Unnin eftir ljósmyndum en skáldað nokkuð til að fá jafnvægi um miðju og andstæður milli kvöldsólar og skýja og speglunar. Formið er þrískipting í myndunum öllum.