Trú, von og kærleikur eða „Det växer från Edens tider“ er sagður vera sálmur frá gamalli tíð – „gamal tradition“ við lag eftir T. Gudmundsson. Fannst í skúffu hjá mér og hreif mig svo að ég þýddi sálminn eða ljóðið um trúarlegu dyggðirnar þrjár trú, von og kærleika.
Þjú blóm úr Guðs Edens garði
Lagið af vef sænsku kirkjunnar (Byrjar á mín 3:40)
Þrjú blóm úr Guðs Edens garði
má enn finna mönnum hjá.
Eitt þeirra er rósrautt, kallast
það kærleikur, dýpsta þrá.
Það annað er blátt sem himinn
og er það nefnt heilög trú.
Það þriðja er grænt sem grasið
er grær vítt á völlum nú
– er grær vítt á völlum nú.
Það blóm kallast vonin.
Öll frá himninum þau eru sprottinn, öll þrjú.
Guð gefi þér þau öll svo vaxir þú
í kærleika, von og trú.
L: T. Gudmundsson
Þ: G. Guðmundsson