
GALLERÍ FORKIRKJA OPNAR í Glerárkirkju laugardaginn 10. maí kl. 13 og eftir það þegar kirkjan er opin. Það verður með sýningunni minni:
NÁTTÚRA, MENNING OG GUÐ, ÞJÁR MYNDASERÍUR OG PORTRETT
Ég lauk myndlistarnámi frá Myndlistaskóla Akureyrar í vor (2025). Sýningin samanstendur á verkum mínum við skólann árin á undan. Ég opnaði sýninguna með nokkrum orðum um myndirnar 10. maí kl. 13.
Nokkrar myndir frá sýningunni en sjón er sögu ríkari:

Forkirkjan er frábær sýningarsalur

Náttúra: Fimm fossa ganga upp með Jökulsá á dal

Kirkjufoss: Hvað er landslag ef það heitir ekki neitt? Hvað er náttúran ef enginn sér hana?

Menning: Kenía 2025 — fjögur olíumálverk: 1. Andrúmsloft frelsis, gleði og dans. 2. Pokot kona sækir sér lifandi vatn. 3. Heimsókn við eld Masaianna. 4. Jörð í Afríku — Liðin tíð.

Guð: Tvær staðfærðar eftirmyndir af meistaraverkum. Hvít krossfesting eftir Marc Chagall frá 1938 (gegn stríði, ofbeldi og flótta) og upprisumyndin Snertu mig ekki, eftir Mauris Denis frá 1895 (von um framtíð lífsins, kirkjan sem annarskonar samfélag).