Í Melarétt á Austurlandi

Í haust fórum við Ingibjörg í Melarétt á Austurlandi með Hrafni Heiðari syni okkar og Bríeti hans. Það var frekar kalt þennan dag og haustlegt en þegar maður málar er svo dásamlegt að geta lagað eitt og annað eins og veðrið. Þá sá ég þennan íslenska bónda í sauðahliðinu. Byrjaði á að teikna hann.

Gerði svo stúdíu af andlitinu. Í brúntónum eins og tíðkaðist í eina tíð.

Svo varð að skálda í eyðurnar og gera áhugaverðan bakgrunn þar sem er verið að draga í dilka í réttinni. Gaman að segja sögu með myndmáli.

Svona inn á milli mynda. Bændastéttin er mikilvæg, landbúnaður og matarframleiðsla og að brauðfæða eigin þjóð ætti að vera frumskylda okkar og þeirra sem veljast til að stjórna landinu til að skapa matvælaöryggi og friðvænlegt er það einnig.

Svo var komið að því að mála myndina í nokkrum áföngum.

Bakgrunnur til að fá réttan grunntón. Þá birti heldur til.

Miðjan til að segja söguna. Hvaða fólk skyldi þetta vera?

Og síðast íslenski bóndinn í sauðahliðinu.

Published
Categorized as Myndlist
Guðmundur Guðmundsson's avatar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd