Við Gerða systir fórum út í Krossanesborgir að mála vatnslitamyndir ekki til að skoða fugla. Það var norðanátt og kalt, rigndi á okkur í fuglaskoðunarkofanum. Með þrautseigju tókst okkur að mála. Í haust tók ég upp myndefnið og málaði við betri aðstæður eftir námskeið hjá Rannveigu Helgadóttur. Hér er árangurinn.
Day: 25. nóvember, 2023
Bodda fer á ball
Nýleg kolateikning gerð í Myndlistaskóla Akureyrar. Kolin er kröftugur miðill. Myndin er ca 30×40 cm. Gerð eftir ljósmynd af tengdamóður minni.