Hvítasunnusálmur frá Suður-Ameríku

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Altaristafla í kirkjunni að Ljósavatni

Á samkirkjulegri bænaviku á Akureyri 2015 var sálmurinn frumfluttur í íslenskri þýðingu minni. Hann er eftir Simei Monteiro en 2. og 3. erindið er frumsamið í sama anda. Hann er ákall um komu andans að fólkið og jörðin fái lifað. Hér með textanum fylgja nótur á Pdf-formi og lagið á MIDI formi fyrir þá sem vilja hlusta á það. 

Kom þú, kom skapandi andi

Lag: Wem, Sancto Espírito e. S. Monteiro

Kom þú, kom skapandi andi,
að við öðlumst nýja sýn,
eftir orði Guðs framgöngum,
eins og guðleg náðin þín.
Snertu jörð til þrautar þjökuð,
heim, sem þjáist æ á ný,
Reis upp fólkið beygt og brotið,
er þú blæst lífsanda í.

Kom með líf kærleikans andi,
renni lækir þínir vítt,
ávöxt beri tré við bakka,
auðnin blómstri, landið frítt.
Lífsins vatn þú öllum veitir,
sem því vilja taka við,
fólki þyrstu lindin þú ert,
svalar þrá og gefur frið.

Kom með ljós sannleikans andi,
okkur lýstu réttan veg,
að við getum heimi’ til heilla
áfram haldið gleðileg.
Frelsa okkur frá því illa,
sem að ógnar lífi’ á jörð,
Já, við biðjum þig að blessa,
öll þín börn við þakkargjörð.

Guðm. G. (1. er. þýðing á sálmi Simei Monteiro, 2. og 3. erindi frumsamið)

Published
Categorized as Sálmar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: